Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Félagið hélt hið sívinsæla spilakvöld fyrir foreldra síðastliðið föstudagskvöld og var það einstaklega vel heppnað. Spiluð var félagsvist á 10 borðum og mikið hlegið og haft gaman. Einnig var happdrætti og lukkunúmerin voru fjölmörg og fór enginn tómhentur heim.
Fjölmörg fyrirtæki/ einstaklingar lögðu félaginu lið með því að leggja til glaðninga fyrir foreldra í happdrættið og spilavinning þetta kvöld. Við að sjálfsögðu sendum þeim kærar þakkir fyrir stuðninginn og framlagið við að gera þetta kvöld svona frábært.
Svona kvöld getur aldrei orðið að veruleika nema fyrir þá sem taka þátt í því, bæði sem foreldar og sem styrktaraðilar félagsins.
Kærar þakkir þið öll, þið eruð hreint út sagt Einstök.
Stjórnin.