Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Hér eru upplýsingar um húsnæðisbætur og -lán.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir fólki með skerta starfsgetu, er fatlað eða hreyfihamlað aukalán, svokallað sérþarfalán, vegna breytinga sem þarf að gera á húsnæði vegna sérþarfa þess.
Bankarnir bjóða upp á húsnæðislán og má fá nánari upplýsingar um fasteignalán bankastofnana undir flipanum Fjármál hér á vefnum okkar.
Á vef Velferðarráðuneytisins eru upplýsingar um húsnæðisbætur en þeim er ætlað að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda. Á vefnum er einnig vísað í Reglugerð um húsnæðisbætur nr. 1200/2016.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast afreiðslu húsnæðisbóta sem eru greiddar mánaðarlega. Á vef stofnunarinnar er flipinn Spurt og svarað afar hnitmiðaður.
Þá er sveitarfélögunum einnig skylt að veita húsnæðisstuðning samkvæmt lögum um félagsþjónustu. Sveitarfélögin sjá um afgreiðsluna með hliðsjón af leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins.
Loks má vísa á lög um húsaleigubætur nr 138/1997. Markmið laga um húsaleigubætur er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum (1. grein).