Sjúkratryggingar Íslands

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sjá meðal annars um endurgreiðslur lækna-, tannlækna-, lyfja- og þjálfunarreikninga, greiðslur vegna slysatrygginga auk reikninga frá Hjálpartækjamistöð.

Réttindagátt á vefsíðu SÍ skráir fólk sig inn á sitt eigið svæði á vefnum. Þar fást allar upplýsingar um þau lyf sem viðkomanda hefur verið ávísað, kostnað sem hann hefur greitt fyrir þjónustu innan opinbera heilbrigðiskerfisins og almennt yfirlit yfir heilbrigðisþjónustu sem hann hefur þegið.

Á vefnum eru upplýsingar um greiðsluþátttöku SÍ í heilbrigðisþjónustu og einnig um alla heilbrigðisþjónustu sem sjúkratryggingar veita.

  • Þjónustuver: Sími 515 000.
  • Aðsetur: Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík.

Hjálpartækjamiðstöð SÍ

Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands (Htm) annast afgreiðslu á umsóknum um hjálpartæki og sér um endurnýtingu tækjanna.

Hjá Htm er hægt að fá ráðgjöf starfsmanna varðandi hjálpartæki, skoða þau og prófa. Ef óskað er eftir ráðgjöf frá iðju- eða sjúkraþjálfara er ráðlegt að panta tíma fyrirfram. Misjafnt er hversu mikinn hluta SÍ greiða fyrir hjálpartæki:

Hjálpartækjamiðstöð á höfuðborgarsvæðinu: Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík.

  • Afgreiðslutími: 10:00 til 15:00 virka daga.
  • Netfang: htm(hjá)sjukra.is
  • Sími: 515 0100 og símatímar iðju- og sjúkraþjálfara við tæknileg hjálpartæki og á verkstæði eru frá kl. 10:00 til 12:00 alla virka daga.

Þjónustan á landsbyggðinni:

Kristnesspítali í Eyjafirði: Notendur geta skoðað og prófað ýmis hjálpartæki.

Nánari upplýsingar um Hjálpartækjamiðstöð eru á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Lyf og lyfjakostnaður

Sjúkratryggingar sjá um þjónustu vegna lyfja og lyfjakostnaðar. Á vef stofnunarinnar er birtur biðlisti lyfja hjá heildsölum, þrepaskipt greiðsluþátttökukerfi lyfja er útskýrt og bent á úrræði vegna mikils lyfjakostnaðar.  

Börn og ungmenni yngri en 22 ára, örorkulífeyrisþegar og aldraðir 67 ára og eldri:

  1. Þrep: Einstaklingur greiðir 100% upp að 11.000 krónum
  2. Þrep: Einstaklingur greiðir 15% af verði lyfja upp að 17.900 krónum
  3. Þrep: Einstaklingur greiðir 7,5% af verði lyfja upp að 41.000 krónum

Hámarksgreiðsla einstaklings er 41.000 krónur á 12 mánaðartímabili.

Greiðsluþátttaka almenn:

  1. Þrep: Einstaklingur greiðir 100% upp að 22.000 krónum
  2. Þrep: Einstaklingur greiðir 15% af verði lyfja upp að 31.750 krónum
  3. Þrep: Einstaklingur greiðir 7,5% af verði lyfja upp að 62.000 krónum

Hámarksgreiðsla einstaklings er 62.000 krónur á 12 mánaðartímabili.

Ferðakostnaður

Sjúkratryggðir einstaklingar geta átt rétt á greiðslu ferðakostnaðar vegna læknismeðferðar þegar sjúkdómsmeðferð býðst ekki á heimaslóðum. Þetta á við um ferðir lengri en 20 kílómetra frá heimili og þegar fara þarf ítrekað í ferðir vegna læknismeðferðar.

Heilsugæsla

SÍ taka þátt í kostnaði við læknisþjónustu á heilsugæslustöðvum og hjá sjálfstætt starfandi heimilislæknum. Sjúklingar greiða sama gjald fyrir þjónustuna hvort sem heimilislæknir starfar á heilsugæslustöð eða er sjálfstætt starfandi. Greitt er samkvæmt reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Greiðsluþátttaka SÍ við heilbrigðisþjónustu er ýmist að hluta til eða full.

Réttindi milli landa

Mikilvægt er að kynna sér vel hvernig heilbrigðisréttindi færast milli landa, t.d. á ferðalögum.  Alþjóðadeild SÍ (s. 515-0002) veitir þær upplýsingar.

Sérfræðilæknar

Sérgreinalæknar starfa nú án samnings við SÍ en samþykkt var reglugerð sem kveður á um greiðsluþátttöku SÍ í kostnaði við þjónustu þeirra.  Í reglugerðinni kemur fram að SÍ endurgreiði sjúkratryggðum mismun á heildargreiðslu samkvæmt gjaldskrá SÍ og reiknaðs kostnaðarhluta þess sjúkratryggða. Á meðan sérfræðilæknar hækka ekki gjaldskrá sína (nú þegar hefur hluti þeirra gert það) verður hlutfall endurgreiðslu það sama og verið hefur.

Endurgreiðsla á þjónustu sérfræðilækna

Sjúkratryggðir geta sótt um endurgreiðslu kostnaðar ef þeir hafa þurft að greiða fyrir þjónustu sérgreinalæknis að fullu.

Sjúkradagpeningar

Upplýsingar um sjúkradagpeninga
Sjúkradagpeningar frá stéttarfélagi hafa áhrif til lækkunar á örorkulífeyri. Ef sjúkradagpeningar fyrir desember voru til dæmis greiddir út í janúar þá teljast þeir tekjur fyrra árs og koma því til lækkunar á örorkulífeyrisgreiðslum yfirstandandi árs. 

Slys

Tannlækningar

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu á tannlækningum fyrir börn upp að 18 ára og lífeyrisþega. Greiðsluþátttakan nær til tannlæknina vegna alvarlegra fæðingargalla, sjúkdóma og slysa. SÍ greiðir sinn hlut samkvæmt eigin gjaldskrá sem er oftast lægri en gjaldskrá tannlækna.
Til að fá endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands þarf að senda frumrit reiknings, sem er undirritað af tannlækninum og lífeyrisþega, til Sjúkratrygginga Íslands, Vínlandsleið 16, 150 Reykjavík. Í langflestum tilvikum kemur hlutur SÍ strax til lækknuar á reikningi tannlækna þar sem flestir þeirra eru tengir við upplýsingar frá hinu opinbera.
Það getur tekið nokkrar vikur þar til erindið er afgreitt.

Nánar má lesa um greiðsluþátttöku vegna tannlækninga á vef Sjúkratrygginga. 

Þjálfun og niðurgreiðsla

Í listanum á vefsíðunni „Öll þjónusta“ hjá SÍ eru listar yfir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í líkamlegri þjálfun til endurhæfingar, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun. Einnig eru upplýsingar um greiðsluþátttöku í sálfræðikostnaði sjúkratryggðra o.fl.