Almannatryggingar

Almannatryggingar á Íslandi tryggja að þeim sem þurfa og heyra undir lög um almannatryggingar, 2007 nr. 100 sé veittur fjárhagslegur og félagslegur stuðningur, t.d. vegna elli, örorku, framfærslu barna o.fl. Almannatryggingar greiða t.d. að hluta eða öllu leyti lækniskostnað, lyf og sjúkrahúsvist. Stuðningurinn er nánar útlistaður í lögunum. Málaflokkum almannatrygginga er skipt á tvær stofnanir, Tryggingastofnun ríkisins (TR) og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ).

Á landsbyggðinni reka TR og SÍ umboðsskrifstofur. Flestar þeirra eru staðsettar í húsnæði sýslumanna á hverju svæði.

Hlutverk hvorrar stofnunar:

  • TR sér um lífeyrismál og fjölskyldu- og vistunarmál.
  • TR Polski
  •  sjá um endurgreiðslur lækna-, tannlækna-, lyfja- og þjálfunarkostnaðar, slysatryggingar og kostnað við viðskipti við Hjálpartækjamiðstöð.

Á vefjum stofnananna eru nánari upplýsingar um þau málefni almannatrygginga sem heyra undir hvora stofnun.

Á vefsíðu á island.is er síða um Málefni fólks með fatlanir, þ.e. um greiningu, fjárhagsaðstoð, félagsþjónustu, örorku og réttindi. Upplýsingunum er skipt í eftirfarandi kafla: Barnavernd og vistun barna, Fjárhagsaðstoð og afslættir, Greining og örorkumat, Menntun og atvinna fyrir fatlað fólk, Réttindi fatlaðs fólks og öryrkja (húsnæði, bílastæðiskort, réttindi í flugi og fleira, og loks Starfsleyfi fyrir félagsþjónustu.