Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Sjálfsbjörg er með samning við Olís um afslátt á bensíni og ýmsum vörum.
GSMbensín er verðkönnunarþjónusta fyrir bensín- og olíuverð. Upplýsingum um verð olíufélaganna er aflað reglulega og stöðvarnar birtar í hækkandi röð.
N1 kortið býður afslátt af völdum vörum mánaðarlega ásamt því að þú safnar punktum sem hægt er að nota til að greiða fyrir aðrar vörur. Hægt er að sækja um N1 kort á heimasíðu N1 eða í síma 440 1100. Einnig er hægt að senda þeim tölvupóst á netfangið n1(hja)n1.is.
Olís og ÓB lykill veitir afslátt af bensíni, bæði í þjónustu og sjálfsafgreiðslu. Einnig 10%-15% afslátt af vörum í versluninni og annars staðar.
Skeljungur býður afslátt af bensíni og öðrum vörum. Hægt er að sækja um lykil/kort hjá Skeljungi og fengið þar með afslátt af bensíni, og auka afslátt ef valin er ákveðin Shellstöð. Einnig er afsláttur af bíltengdum vörum, þjónustu smurstöðva Skeljungs, bensíni hjá Orkunni og hjá samstarfsaðilum.
Flestar Skeljungstöðvar hafa starfsmann á plani á ákveðnum afgreiðslutímum
Aðalskoðun býður öryrkjum 15% afslátt af skoðunargjaldi.
Frumherji býður öryrkjum 20% afslátt af skoðunargjaldi.
Hjá Tékklandi fá öryrkjar 15% afslátt af bifreiðaskoðun.
Örorkulífeyrisþegar fá 20% afslátt af bílaþvotti hjá Bílaspa. Möguleiki á meiri afslætti ef einstaklingurinn gerist fastakúnni. Þeir hjá Bílaspa koma á staðinn með allar græjur (um er að ræða gufuþvott).
Upplýsingar fengnar í samtali við starfsmann Bílaspa, 14. 08. 2013.
Löður veita 12% afslátt til öryrkja og eldri borgara á bílaþvotti á svamburstastöð Fiskislóð 29, Reykjavík. Opið er frá 08:00 til 19:00 alla daga vikunnar. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða. (13.12.2016) lodur.is
Þegar greitt er með korti/lykli frá Olís, Orkunni/Skeljungur, Atlantsolía eða N1 fæst 12% aflsáttur. Einnig fá félagsmenn FÍB 12% afslátt.
Bón og þvottastöðin selur kort þar sem 6 hver meðferð er frí https://bon.is/
Bónstöðin býður 10% eldri borgara- og öryrkjaafslátt. Nánar um bónstöðina.
Smurstöðin Fosshálsi 1 veitir öryrkjum 10% afslátt af öllu (efni og vinnu) (júní 2013). Nánar um Smurstöðina Fosshálsi 1
Smurstöðin Klöpp býður öryrkjum 12% afslátt af viðgerðum og allri smurningarvinnu (júní 2013). Nánar um Smurstöðina Klöpp
Lífeyrisþegar geta átt rétt á niðurfellingu bifreiðagjalda (undanþegnir bifreiðagjaldi). Réttindi varðandi bifreiðamál eru á vegum Tryggingastofnunar. Tryggingastofnun staðfestir rétt lífeyrisþega á niðurfellingu eða leiðréttingu bifreiðagjalda. Umsækjandi sækir um með eyðublaðinu „Umsókn um niðurfellingu bifreiðagjalda" og þarf að undirrita hana. Einnig fyllir tengiliður Tryggingastofnunar út hluta eyðublaðsins. Umsóknin þarf að berast til ríkisskattstjóra sem sér um niðurfellingu eða leiðréttingu bifreiðagjalda.
Ef lífeyrisþegar hafa greitt bifreiðagjöld því þeir vissu ekki af niðurfellingunni er hægt að óska eftir endurgreiðslu og skal senda erindið á trukkur(hjá)rsk.is og þá skoða þeir málið 2-3 ár aftur í tímann.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) veitir öryrkjum 30% afslátt af félagsgjöldum (upplýsingar fengnar símleiðis 27. júní 2012) og fjölskyldumeðlimir sem búa undir sama þaki geta fengið aukaaðild fyrir hálft gjald. FÍB býður félögum sínum upp á neyðaraðstoð. Í boði er eldsneytisaðstoð, start, dekkjaskipti og dráttarbíll. Þjónustan er ókeypis og veitt allan sólarhringinn um allt land. Innifalið í félagsgjaldinu er ókeypis dráttarbíll einu sinni á ári (samkvæmt ákveðnum reglum FÍB). Þar sem ekki er talið æskilegt að draga sjálfskipta bíla, getur þessi þjónusta komið sér vel fyrir marga hreyfihamlaða bíleigendur. Nánar um neyðaraðstoð FÍB.
Einnig býðst félögum FÍB margs konar afsláttur hjá ýmsum fyrirtækjum.
Þeir sem tryggja hjá Sjóvá og eru í Stofni eiga rétt á vegaaðstoð og geta hringt í ákveðið númer ef þörf er á aðstoð.
Slík aðstoð getur komið sér vel ef t.d. þarf að skipta um sprungið dekk, ef bíllinn verður straumlaus eða bensínlaus og ef tjón verður og fylla þarf út tjónaskýrslu. Nánar um vegaaðstoð Sjóvá
Vís býður upp á bílaaðstoð, t.d. ef bíllinn er bensínlaus, ef það springur dekk eða ef bíllinn bilar. Þjónustan er í boði um allt land og bæði er hægt að hringja og fá leiðbeiningar og fá mann á staðinn. Ef ekki er hægt að finna út úr vandamálinu sér VÍS um að flytja bílinn á næsta verkstæði. Nánari upplýsingar um bílaaðstoð VÍS.
Verkstæðið býður öryrkjum upp á 15% afslátt af útseldri verkstæðisvinnu gegn framvísun örorkuskírteinis. Gildir einnig til forráðamanna barna sem eru á örorku, eins og segir á heimasíðu þeirra. Nánar um afslátt Cubic.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.