Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Degi sjaldgæfra sjúkdóma er fagnað ár hvert síðasta dag febrúarmánaðar. Markmið dagsins er að vekja athygli almennings og stjórnvalda á sjaldgæfum sjúkdómum og áhrif þeirra á líf barna og unglinga.
Einnig er horft til þess að auka skilning á málefninu meðal þeirra sem koma að stefnumótun og skipulagi þjónustu, löggjöf og framkvæmdaáætlunum sem og fagfólki innan háskólasamfélagsins og heilbrigðiskerfisins.
Í ár er dagurinn haldinn í tíunda skipti og sem fyrr standa Einstök börn og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins fyrir málþingi um sjaldgæfa sjúkdóma.
Málþingið er haldið á Hilton Nordica, 28. febrúar kl. 13:00 - 15:30 og það kostar ekkert að mæta!
Allar nánari upplýsingar birtast fljótlega á heimasíðu Greiningar- og ráðgjafarstöðar þar sem hægt verður að skrá þátttöku.