Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Mennta- og barnamálaráðuneytið og Landssamtökin Þroskahjálp hafa gert samning um að setja á fót rafrænt upplýsingatorg fyrir foreldra fatlaðra barna þar sem áhersla verður lögð á að mæta upplýsingaþörfum foreldra með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Verkefnið sem ráðuneytið fjármagnar er liður í stefnu stjórnvalda um bætta þjónustu við foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.
Þarna á að miðla alhliða fræðslu fyrir foreldrana um þá þjónustu sem þeim býðst þvert á kerfi og stofnanir ásamt upplýsingum um stuðning við aðstandendur. Á upplýsingatorginu á einnig að leiða saman fjölskyldur í svipuðum sporum.
Lagðar verða 18 milljónir í verkefnið á þriggja ára tímabili en upplýsingatorgið er tilraun þar sem fylgst verður með notkun þess og árangri af starfinu.
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.