Tíundi Takk dagurinn í þágu Einstakra barna

(Mynd/AntonBrink)
(Mynd/AntonBrink)

Við hjá Einstökum börnum erum þakklát að hafa verið valin á tíunda Takk daginn hjá Fossar fjárfestingarbanka.  Á Takk deginum renna þóknunartekjur af verðbréfaviðskiptum í kauphöll auk beinna framlaga viðskiptavina og velunnara Fossa óskipt til söfnunarinnar.

Söfnunarfé Takk dagsins verður notað sérstaklega til að bjóða fjölskyldum upp á gjaldfrjálsa tíma hjá sérfræðingum og standa fyrir fjölbreyttu hópastarfi aðstandenda einstakra barna. Framlag þeirra sem taka þátt í deginum mun þannig efla starfsemina og styðja við börnin og fjölskyldur þeirra sem mæta fjölbreyttum áskorunum dag hvern.

Fjallað er meira um Takk daginn á síðunni hjá Fossar fjárfestingarbanki.