Tenerife/ábending

Það er frábært hótel á Tenerife sem heitir Mar Y Sol í bænum Los Cristianos sem ætlað er veikum og fötluðum. Hótel sem var byggt með sérþarfir þessa hóps í huga. Mjög gott aðgengi er að öllu, rampar, lyftur, breið hurðarop, hækkun undir matarborð ef á þarf að halda. Þar er einnig aðgangur að lækni, hjúkrunarfræðingur á vakt allann sólarhringinn og hægt að leigja aðstoðarfólk hvort sem er til að aðstoða við að klæða sig í og úr fötum og/eða halda félagsskap yfir daginn. Þar er boðið upp á sjúkraþjálfun sem er ekki svo dýr. Aðgengi að salernum er góð en ef ekki er hægt að baða inni á herbergjum þá eru sturtuherbergi á sömu hæð og sundlaugarnar. Við hlið hótelsins er leiga sem leigir út allra handa hjálpartæki: t.d. sjúkrarúm, lyftara, hóstavélar, hjólastóla ásamt vel flestu því sem á þarf að halda við umönnun fólks. Þegar gisting er pöntuð er jafnframt hægt að leigja í leiðinni það sem þarf að vera í herberginu við komu. Þar er einnig hægt að panta bíl til að sækja sig á flugvöll og keyra til baka líka. Boðið er upp á sérútbúna hjólastólabíla. Þetta er alls ekki svo dýrt. 2017 var leigt sjúkrarúm, lyftari og akstur til og frá flugvelli í hjólastólabíl og kostaði þá innan við 20þús íslenskar. Hægt er að panta beint á síðunni. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.  

https://www.marysol.org/mobility-equipment-care.php?lang=en