Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Á Sauðárkrók tók nýstofnaður hlaupahópur, Hlaupahópurinn 550 rammvilltar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og systkin hennar sér til fyrirmyndar og efndi til styrktarhlaups til stuðnings Einstökum börnum þann 1. maí síðastliðinn.
Hlaupið fór fram í heimabæ hlaupahópsins, Sauðárkróki, þar sem yfir 100 manns mættu til að hlaupa, ganga og njóta útiverunnar saman í blíðskaparveðri eins og sést á myndinni sem Ragnhildur Friðriksdóttir sendi okkur. Nokkur „Einstök börn“ mættu í hlaupið og var það sérstaklega ánægjulegt. Mörg börn, sem eru auðvitað einnig einstök, tóku þátt í hlaupinu til að styðja langveika félaga sína. Hafi þau bestu þakkir fyrir.
Hlaupið þótti ákaflega vel heppnað, svo að ákveðið var að endurtaka leikinn að ári. Hlaupahópurinn 550 rammvilltar hlakkar mikið til að geta stutt Einstök börn áfram með hjálp bæjarbúa.
Einstök börn þakka Hlaupahópnum 550 rammvilltum hjartanlega fyrir hlýhuginn og framtakssemina. Þessi myndarlegi stuðningur mun svo sannarlega nýtast „Einstökum börnunum“ okkar afar vel.
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.