Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Styrkur starfsmanna Norðurbergs til Einstakra barna.
Í desember á hverju ári eru starfsmenn leikskólans Norðurbergs með vinaviku þar sem við drögum út leynivin ...og gerum vel við hann í orði og litlum glaðningum í þessari viku. Í lok vinaviku var hefðin að gefa fallega lokagjöf með ákveðna upphæð í huga. Síðastliðin tvö ár höfum við gefið félagasamtökum sem hlúa að börnum, andvirði jólagjafarinnar. Í fyrra afhentum við Einhverfusamtökunum peningagjöfina og nú í ár urðu Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma, fyrir valinu. Við buðum framkvæmdarstjóra samtakanna, Guðrúnu Helgu Harðardóttur, til okkar á Þorláksmessu til að taka við 80.000 kr. gjöf fyrir starfsemi þeirra. Þessi peningur fer í sjóð sem hefur það hlutverk að styrkja systkini skjólstæðinga samtakanna, til að sækja sjálfstyrkinganámskeið. Á myndinni frá vinstri er Guðrún Helga framkvæmdarstjóri og Guðný Egilsdóttir, þroskaþjálfi og Gunnhildur Grímsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, sem afhentu styrkinn fyrir hönd starfsmanna.
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.