Styrktartónleikar á Flúðum

Einstök börn eiga "Einstaka" vini sem styðja okkur með ráðum og dáðum:
 
Styrktartónleikar verða haldnir fyrir Einstök börn í félagsheimilinu á Flúðum föstudaginn 11. nóvember frá 20:30 til 22:30. 
Allur ágóðinn rennur til félagsins og allir sem koma að tónleikunum gefa sína vinnu.
 
Fram koma einsöngvarar, Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna, Vörðukórinn og Sönghópurinn Þrusk. Stjórnendur eru Eyrún Jónasdóttir og Stefán Þorleifsson.
 
Öll ljóð sem flutt kórinn flytur eru eftir Möggu S. Brynjólfsdóttur við lög eftir Stefán Þorleifsson og Möggu sem jafnframt er kynnir og umsjónarmaður kvöldsins.
 
Einstök börn þakka kærlega fyrir stuðninginn.