Stafrænum hindrunum rutt úr vegi fatlaðs fólks

Mynd af vef Stjórnarráðs Íslands
Mynd af vef Stjórnarráðs Íslands

Loks hefur stjórnsýslan horft til fatlaðs fólks sem hefur ekki líkamlega eða andlega færni til að nýta sér stafrænar lausnir.

Persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú komið fram fyrir hönd umbjóðenda sinna á Mínum síðum á Ísland.is og fengið aðgang að stafrænu pósthólfi þeirra en þangað berast meðal annars erindi frá opinberum aðilum.“

Réttindagæslumenn fatlaðs fólks aðstoða við gerð samnings þar sem kveðið er á um hvaða heimildir talsmaðurinn skal hafa og hversu lengi samkomulagið gildir. Persónulegi talsmaðurinn skráir sig inn á svæði umbjóðandans með eigin skilríkjum. 

„Fyrsta þjónustan sem tekin er í gagnið er aðgangur að stafrænu pósthólfi en næsta skref er að tengja talsmannagrunninn við aðrar stofnanir og fyrirtæki þannig að talsmenn geti nálgast stafræna þjónustu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Unnið er ötullega að þeim tengingum.“

Sameiginlega tilkynningu félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins má lesa á vef Stjórnarráðsins.