Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir hefur verið samþykkt á alþingi. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að allt að 50 manns geti bæst við þá sem þegar nýta sér NPA-þjónustu. NPA stendur fyrir notendastýrða, persónulega þjónustu. Nú eru 95 manns með NPA-samning en um 44 á biðlista skv. frétt félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins en árið 2023 gætu allt að 145 manns verið með NPA-samning og allt að 172 manns árið 2024.
Lesa má fréttina í heild á vef ráðuneytisins en á vef NPA-miðstöðvarinnar er ítarleg frásögn um tilkomu og mikilvægi þessa samnings fyrir fólk sem þarfnast stuðnings við hversdagslegar athafnir.
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.