Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og systkinin hennar, þau Nína Kristín og Magnús, ætla að efna til „Systkinahlaups“ þann 1. maí næstkomandi sem er afmælisdagur móður þeirra heitinnar en jafnframt baráttudagur verkalýðsins. Flest ættu því að geta tekið þátt í hlaupinu með systkinunum sem hefst kl. 11.00 frá Hafnartorgi framan við Kolaportið. Systkinin hlaupa til styrktar Einstökum börnum.
Hlaupið er 5 km en fólk getur hlaupið skemmri vegalengd, eða eins og segir á skráningarsíðunni: „Öll geta tekið þátt í hlaupinu, engin tímataka, má ganga og hlaupa, með vagn, stól, börn eða bara sjálfan sig. Í boði verður líka að taka styttri hring, aðallega verður þetta gert til skemmtunar.“
Á Facebook-síðu Systkinahlaupsins greina systkinin frá því hvernig Systkinahlaupið kom til, tilganginum og öllu sem þarf að vita fyrir þátttakendur eða þá sem vilja ekki hlaupa en vilja þó styrkja Einstök börn með því að heita á hlauparana.
Hér er hægt að skrá sig í Systkinahlaupið 1. maí kl. 11.00 frá Hafnartorgi.
Mbl.is greinir frá Systkinahlaupinu á vef sínum í dag.
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.