Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Heilbrigðisráðuneytið boðar til ráðstefnu um geðheilbrigðismál þar sem þekktir „fyrirlesarar, íslenskir og erlendir, á sviði geðheilbrigðismála flytja erindi og taka þátt í vinnu- og málstofum um helstu áskoranir, strauma og stefnur sem snúa að geðheilbrigði og geðheilbrigðisþjónustu á norrænni ráðstefnu í Hörpu 23. mars næstkomandi.“ Heilbrigðisráðherrar annarra Norðurlanda verða einnig á ráðstefnunni.
Mikill áhugi er fyrir ráðstefnunni og skráðir gestir eru frá fjölmörgum löndum. Það stefnir í að færri komist að en vilja og því verður einnig streymi frá ráðstefnunni.
Hvort sem fólk ætlar að mæta á ráðstefnuna eða fylgjast með henni á streyminu er það beðið um að skrá þátttöku sína á henni.
Lesa má fréttina af norrænu ráðstefnunni um geðheilbrigðismál á vef stjórnarráðsins. Þar er jafnframt vísað á vefsíðu ráðstefnunnar, slóðina þar sem fólk skráir þátttöku sína á henni og fleiri gagnlegar upplýsingar.
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.