Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Nú í sumar söfnuðust tæplega 1.250 þúsund krónur fyrir félagið Einstök börn með sölu á sælgætinu OPALxODEE.
Verkefnið var í samstarfi Nóa Síríusar og listamannsins Odee. Sælgætið var selt í takmörkuðu upplagi þar sem hið þekkta Opal vörumerki fékk einstakan nýjan búning og bragð.
Landsmenn tóku pökkunum fagnandi um leið og þeir komu á markað. Fyrra upplag sælgætisins seldist upp hjá framleiðanda á methraða og síðara upplag hvarf jafn hratt.
Listamanninum Odee fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og gefandi verkefni sem var bætti samfélagslega vitund gagnvart félaginu Einstökum börnum. Hann var þakklátur fyrir að geta styrkt Einstök börn með svo gefandi samstarfi.
Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríusar var ánægð með verkefnið: „Að taka þátt í svona verkefni er afar gefandi fyrir okkur öll sem störfum hjá Nóa Síríusi og við erum þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja Einstökum börnum lið á þennan hátt.“
Þeir fjármunir sem salan á OPALxODEE pökkunum skilaði til félagsins mun gera okkur kleift að halda starfi Drekahópsins áfram og efla enn frekar. Drekahópurinn er fyrir börn í félaginu á aldrinum frá fæðingu til fimm ára aldurs.
Við viljum koma á framfæri kæru þakklæti til Nóa Síríusar og listamannsins Odee fyrir þetta vel heppnaða samstarf,“ segir Guðrún Helga að lokum.
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.