Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Nokkur orð frá foreldri 17 ára fjölfatlaðs drengs, til foreldra, ættingja, vina og annarra áhugasamra um málefnin okkar.
Almennt upplifa allir foreldrar þreytu á einhverjum tímapunkti í uppeldi barna sinna. Við erum öll að gera okkar besta en samt sem áður hlaðast verkefnin upp. Verkefnalistinn sem inniheldur „To-do“ virðist endalaus og minnisatriðin í dagbókinni ófá, sumar dagsetningar jafnvel fullbókaðar langt fram í tímann,“ segir Birgitta Káradóttir, foreldri einstaks barns, í pistli í tengslum við árveknisátak Einstakra barna:
Foreldrar barna með sérþarfir eru með lengri lista, en staðreyndin er sú að klukkustundirnar í sólarhringnum eru bara 24 og dagarnir á árinu eru jafnmargir, þótt verkefnin séu fleiri.
Til að nefna dæmi inniheldur listinn minn aukalega lyfjagjafir, heimsóknir til sérfræðinga eða lækna, teymisfundi, sjúkraþjálfun, útfyllingu umsókna, dagleg tölvupóstsamskipti, símafundi, ráðgjöf og lærdóm á ný hjálpartæki.
Jafnframt þarf að mata, klæða, bursta tennur og baða drenginn daglega, allt verða þetta dagleg verkefni um ókomna tíð. Það þarf að fylgjast með að eiga nóg af lyfjum, með tilliti til lagerstöðu og afgreiðslutíma apóteka, og passa að eiga nóg af bleyjum því þær þarf að panta með nokkurra daga fyrirvara og fá sent heim úr sérverslun.
Við þurfum að skoða dagatalið reglulega til að samræma vinnu og verkefni við skólafrí, sumarfrí, jólafrí, páskafrí, starfsdaga, skipulagsdaga og aðra þjónustuskerta daga. Þörf er á ítarlegri samræmingu þar sem einstakur unglingsdrengur getur augljóslega ekki verið einn heima, og ekki gleyma að gera ráð fyrir veikindunum, eða einhverju öðru óútreiknanlegu eins og Covid sem setti alla samræmingu, þjónustu og lífsgæði úr skorðum.
Sjá rest af grein hér
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.