Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Félagið Einstök börn hélt frábært Jólabingó á dögunum í rafrænu formi og er þetta í 3x á þessum Covid tímum sem við grípum í Bingó spilið í samvinnu við Fjarskemmtun.
Stjórn félagsins taldi öryggi allra best borgið með því að fella niður fyrirhugað jólaball og færa jólagleðina heim í stofu í beinni útsendingu og spila Bingó með 2 fjöruga jólasveina sem sáu um skemmtunina.
Bingóið var afar skemmtilegt og var spilað um 8 stórglæsilegar körfur sem voru fullar af skemmtilegum gjöfum og gjafabréfum út að borða og fleira fyrir fjölskyldurnar - einnig voru aukavinningar í formi Kærleiksjólatré frá Sambó súkkulaði / lakkrígerð.
Við þökkum öllum styrktaraðilum okkar sem komu að þessu verkefni með og lögðu okkur til eitthvað til að gleðja okkar fjölskyldur - þetta sló í gegn og kom sér afar vel.
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.