Gullkollur seldur til styrktar Einstökum börnum í Leonard Kringlunni.

Leonard styrkir Einstök börn með sölu á hálsmeninu Gullkolli. Þorgrímur Þráinsson barnabókahöfundur afhenti systrum fyrsta menið í verslun Leonard í Kringlunni í desember.

Hálsmenið Gullkollur til styrktar Einstökum börnum

 

Leonard styrkir Einstök börn með sölu á hálsmeninu Gullkolli. Þorgrímur Þráinsson barnabókahöfundur afhenti systrum fyrsta menið í verslun Leonard í Kringlunni í desember. 

Systurnar Helena Sól og Emilía Ísabel tóku við fyrsta hálsmeninu Gullokolli.

 

Sjöunda silfurskart Leonard lítur nú dagsins ljós. Áður voru það Hjartarfi til styrktar hjartveikum börnum, Blálilja til styrktar blindum börnum, Sóldögg til styrktar sykursjúkum börnum, Smjörgras til styrktar Downs-börnum, Ljósberi til styrktar börnum með gigt og Grámulla til styrktar fötluðum börnum. Að þessu sinni er jurtin gullkollur fyrirmynd Eggerts Péturssonar listmálara og Sifjar Jakobsdóttur gullsmiðs og hönnuðar. Menið verður selt til styrktar Einstökum börnum.