Greiðsluþátttaka vegna tæknifrjóvgunar aukin

Tæknifrjógvun
Tæknifrjógvun
Félagið Einstök börn hefur unnið að því síðustu mánuði að fá nokkrum þáttum breytt varðandi greiðsluþátttöku í tæknifrjógunum - Nú hefur verið lögð fram fyrsta tillaga að breytingum á lögum með reglugerð varðandi málaflokkinn og ber þar hæst að ekki er lengur endurgreiðsla bundin við staðsetningu á þjónustunni. En það var mikil áhersla lögð á það þar sem okkar foreldrar og systkini sem eru arfberar á barneignaraldri þurfa oftast að nýta sér þjónustuna erlendis.
Við erum afar þakklát fyrir alla aðstoðina sem við höfum fengið við þessa vinnu .
 
Einnig er á leið í samráðsgátt á næstu dögum þingsályktunartillaga sem er unnin er út frá landsáætlun í sjaldgæfum sjúkdómum og er fyrsta skrefið í bættri þjónustu.

 

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur birt í samráðsgátt drög að nýrri reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir, sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Í reglugerðinni er kynnt nýtt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana, auk þess sem greiðsluþátttaka er aukin.

Hægt er að lesa alla fréttina hér