Fótboltafélagið Kórdrengir styrkja Einstök börn og leggja félaginu lið með söfnun

 

  Í kvöld 24.8 taka Kórdrengir á móti Þór í Lengjudeildinni og hafa Kórdrengir ákveðið að nota tækifærið og styrkja Einstök börn í kringum leikinn.

Þeir vallargestir sem vilja styrkja þetta góða málefni geta keypt boli á leiknum í dag

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu.

Leikur Kórdrengja og Þórs hefst klukkan 18:00 á Domusnova-vellinum í Breiðholti.

 

https://fotbolti.net/news/23-08-2021/kordrengir-safna-fyrir-einstok-born