Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Félagið reynir nú eftir fremsta megni að safna áheitum fyrir hlaupara/ skokkara og göngufólk í Reykjavikurmaraþoninu. Í félaginu eru hátt í 300 fjölskyldur í dag og vitum við að með samþættum styrk allra og dreifingu á miðlum getum við náð árangri í dreifingu og söfnun áheita.
Styrktarsjóður félagsins þarf á stuðningi að halda og biðjum við ykkur um að hjálpa okkur að deila og dreifa hlaupurum söfnunarsvæði félagsins á https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/29/einstok-born ( hérna er hægt að finna sér hlaupra og heita á viðkomandi ákveðinni upphæð sem rennur til félagsins ef viðkomandi líkur hlupinu sínu næstkomandi Laugardag )
Einnig ætlum við að sjálfsögðu að hvetja okkar fólk í hlaupinu um aðra helgi og óskum við svo sannalega eftir stuðningi á hliðarlínuna með okkur.
Stofnaður hefur verið hópur fyrir þá sem eru að hlaupa fyrir félagi á Fésbókinni til þess að hittast fyrir hlaupið koma skilaboðum áleiðis og fleira og ef þið eruð að fara í þessa vegferð eða þekkið einhvern þá endilega bendið viðkomandi á hópinn okkar.
Með bestu kveðju og kæru þakklæti til allra :)
F.h Einstakar barna
Stjórnin
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.