Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði veitti Einstökum börnum veglegan styrk í minningu Svavars Svavarssonar, félagsmanns Hraunborgar, sem lést síðastliðið haust langt um aldur fram, einungis 64 ára.
Kiwanisklúbburinn Hraunborg bauð til veglegs hátíðarkvöldverðar þar sem styrkurinn var afhentur Einstökum börnum. Myndin af fjórmenningunum var tekin við það tilefni og birtist í fréttabréfi Kiwanisklúbbsins Hraunborgar þann 14. des. síðastliðinn. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Guðmundur Björgvin, formaður Einstakra barna, börn Svavars heitins þau Yrsa og Styrmir og formaður styrktarnefndar Hraunborgar, Haraldur Jónsson sem afhenti styrkinn fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Hraunborgar.
Einstök börn þakka Kiwanisklúbbnum Hraunborg hjartanlega fyrir velvildina í garð félagsins. Það eru einmitt svona stórhugar sem gera Einstökum börnum kleift að reka starfsemi til að styðja fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni.
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga kl 10- 15 og opið föstudaga 10-13.
Styrktarreikningur:
kt. 570797-2639, banki 0513-14-1012
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til almannaheilla eru frádráttarbærir til skatts.