Einstök börn fá glæsilegan vef að gjöf frá Stefnu Hugbúnaðarhúsi.

EINSTÖK BÖRN FÁ NÝJAN VEF AÐ GJÖF Í byrjun desembermánaðar afhenti Stefna gjöf til Einstakra barna, stuðningsfélags barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. Stefna sá um vefhönnun og uppsetningu á vefnum í vefumsjónarkerfi sínu, en starfsmaður Einstakra barna er með fullt sjálfstæði í innsetningu og umsýslu alls efnis.

EINSTÖK BÖRN FÁ NÝJAN VEF AÐ GJÖF

Í byrjun desembermánaðar afhenti Stefna gjöf til Einstakra barna, stuðningsfélags barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. Stefna sá um vefhönnun og uppsetningu á vefnum í vefumsjónarkerfi sínu, en starfsmaður Einstakra barna er með fullt sjálfstæði í innsetningu og umsýslu alls efnis.

Nýr vefur Einstakra barna hefur þegar skilað félaginu miklu í bættu upplýsingaflæði til félagsmanna og annarra sem leita upplýsinga um starfsemina, þá hefur einfaldara og betra viðmót þegar stóraukið framlög til félagsins í formi gjafa og styrkja, ásamt því sem nýi vefurinn er með bætt aðgengi fyrir spjaldtölvur, snjallsíma og þá sem notast við skjálesara.

Árið 1997 stofnuðu foreldrar 13 barna með sjaldgæfa sjúkdóma félagið Einstök börn, félagið hefur stækkað ört og eru rúmlega 240 fjölskyldur í félaginu nú.

Stefna er ein af elstu og stærstu vefstofum landsins með 20 starfsmenn og yfir 1000 vefi í vefumsjónarkerfi sínu og starfsstöðvar jafnt norðan sem sunnan heiða. Í starfsemi sinni leggur Stefna áherslu á mannlega þáttinn með persónulegri þjónustu en á vef Stefnu má lesa umsagnir fjölda viðskiptavina, þ.á m. Icelandair Hotels, Ferðamálastofu, Keilis og bílaumboðsins Heklu.

Við hjá Félagi Einstakra barna viljum senda Stefnu og starfsmönnum innilegt þakklæti fyrir gjöfina. Heimasíðan mun gjörbreyta umgjörð félagsins á netinu, styrkja starfsemi þess til muna þar sem allur aðgangur að upplýsingum og fréttamiðlun er auðveldari.

Hvetjum alla til að skoða þessa flottu síðu. 
www.einstokborn.is

Að þessu tilefni fengu starfsmenn Stefnu bangsa og ramma með kveðju svona til að minna á börn með sjaldgæfa sjúkdóma og hvað þeir gerðu fyrir félagið.

Kærar þakkir.