Breytingar varðandi réttindagæslumenn
Þær breytingar sem lagðar eru til á ákvæðum um réttindagæslumenn varða annars vegar
- að fella niður tilvísun til svæðisskiptingar réttindagæslumanna
- að skýra hvert hlutverk réttargæslumanna er og hvar því sleppir
- að árétta að hlutverk þeirra sé að veita einstaklingum með fötlun nauðsynlegan stuðning til að gæta réttinda sinna.
- að kanna vilja einstaklinganna sjálfra og styðja þá við að nýta löghæfi sitt.
- að réttindagæslumenn taki hvorki til meðferðar ágreining á milli einstaklinga né endurskoði ákvarðanir stjórnvalda.
Breytingar varðandi persónulega talsmenn
Breytingar á ákvæðum um persónulega talsmenn felast í því
- að hlutverk og verklag í kringum persónulega talsmenn verði skýrt nánar
- d. að útvíkkað verði hvenær og við hverja verði haft samráð við val á persónulegum talsmanni
- nánar verði kveðið á um hvað skuli koma fram í samkomulagi um persónulegan talsmann
- hvernig endurgreiðslu útlagðs kostnaðar skuli hagað
- að í þeim tilvikum þegar fatlaður einstaklingur getur ekki undirritað samkomulag verði aðkoma réttindagæslumanns að samkomulaginu skýrð sérstaklega.
- Að kveðið verði á um aðkomu sýslumanns að samkomulagi um persónulegan talsmann
- að kveðið verði á um viðbótarskilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta orðið persónulegir talsmenn.