Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Hryggrauf er meðfædd missmíð á mænu og hrygg en þá er mænan og himnur þar utan um, ekki huldar af hryggnum heldur gúlpa aftur úr honum. Þó að talað sé um hryggrauf er það gallinn á mænunni sem veldur fötluninni. Orsakir klofins hryggjar eru oftast ekki þekktar en í sumum tilvikum er um þekkta erfðagalla að ræða eða skort á fólínsýru, sem er tegund af B-vítamíni, en skortur á henni eykur líkur á að hryggrauf myndist í fóstrinu.
Einkenni sem einstaklingar með Hryggrauf geta upplifað eru: Lömun og skert skynjun í fótum og fótleggjum, skert stjórn á tæmingu þvagblöðru og þarma, flest börn eru með vatnshöfuð eða vökvasöfnun og aukinn þrýsting í heilahólfum, skaddaðar spjaldhryggjartaugar og einnig eru miklar líkur á endurteknum þvagfærasýkingum.
Hér er hægt að fræðast meira um hryggrauf: