Karfan er tóm.
Heilkenni þar sem nýrnahetturnar framleiða of mikið aldósterón, hormón sem ber ábyrgð á jafnvægi kalíums og natríums í líkamanum. Helstu einkenni eru alvarlegur háþrýstingur, þreyta, höfuðverkur, vöðvaslappleiki, dofi og tímabundin lömun. Sum tilfelli orsakast af góðkynja æxli í nýrnahettum, sum af völdum ofvirkni beggja nýrnahettna, mjög sjaldgæfum tilfellum af krabbameinsæxlum í ysta lagi nýrnahettu, eða er erfanlegt. Stundum er hægt að laga þetta með skurðaðgerð og/eða lyfjum en það læknar þó ekki sjúkdóminn.
https://www.cedars-sinai.org/health-library/diseases-and-conditions/p/primary-aldosteronism-hyperaldosteronism.html