Karfan er tóm.
Litningargalli sem veldur mergfrumuhvítblæði.Þegar fjöldi rauðra blóðkorna minnkar verður barnið blóðlítið, fölt og þreytt. Fækkun á fjölda eðlilegra hvítra blóðkorna hefur í för með sér minni vörn gegn sýkingum og barnið getur fengið óútskýrðan hita og sýkingar sem ekki læknast. Ef blóðflögunum fækkar eykst hættan á blæðingum og barnið fær gjarnan marbletti og meira að segja smáblæðingar í húðina eða slímhúðirnar. Fái sjúkdómurinn að halda áfram án meðferðar stækkar lifur, milta og eitlar og sjúklingurinn fær verki í beinin. Það er þess vegna ekki óvenjulegt að barnið hafi verki í einhverjum lið eða útlim. Í dag eru lífslíkur barna sem fá mergfrumuhvítblæði mjög góðar.
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/11876965/