Karfan er tóm.
Jacobsen heilkenni er sjaldgæfur meðfæddur sjúkdómur sem orsakast af eyðingu nokkurra gena í litningi 11. Heilkennið veldur oft: fæðingargöllum, hegðunarvandamálum, skert minni og hugsun. Jacobsen heilkenni er einnig tengt einhverfu. Eitt af fyrstu einkennum sem foreldrar geta tekið eftir er óeðlilega hægur vöxtur, bæði í móðurkviði og eftir fæðingu. Margir verða lægri en meðaltalið er á fullorðinshæð. Einnig geta höfuð verið stærri en í meðaltali. Ýmis önnur líkamleg einkenni geta verið áberandi í andliti. Margir hafa vitræna skerðingu sem veldur seinkun á þroska þar með talið tal-og hreyfifærni. Áráttuhegðun, auðveld truflun og athyglisbrestur getur líka einkennt sjúkdóminn.
http://www.healthline.com/health/jacobsen-syndrome#Overview1 og http://www.rarechromo.org/information/Chromosome%2011/11q%20deletion%20disorder%20Jacobsen%20syndrome%20FTNW.pdf