Karfan er tóm.
Kalkvaka brestur er sjaldgæft ástand þar sem líkaminn framleiðir óeðlilega lágt magn kalkkirtils hormóns (PTH). PTH er lykillinn að því að stjórna og viðhalda jafnvægi tveggja steinefna í líkamanum, kalsíum og fosfór. Lítil framleiðsla á PTH leiðir til óeðlilega lágs kalsíums í blóðinu og til hækkunar á fosfór í blóðinu. Bætiefni til að staðla kalsíum og fosfórmagn eru notuð til að meðhöndla ástandið. Það fer eftir orsök brestsins hvort þörf er á þeirri inntöku út lífið. Einkenni geta verið: Náladofi í fingurgómum, tám og vörum. Vöðvaverkir eða krampar í fótum, maga eða andliti, kippir eða krampar í vöðvum, þreyta, máttleysi, blettótt hárlos, þurr og gróf húð, brotnar neglur, þunglyndi eða kvíði og hjá konum mikill sársauki við blæðingar.
https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/hypoparathyroidism/symptoms-causes/syc-20355375