Karfan er tóm.
SPG4, Spastic paraplegia 4 er algengasta tegund arfgengra spastískra sjúkdóma sem erfist. Sjúkdómurinn getur varað frá fumbernsku til fullorðinsára. SPG4 einkennist af hægfara vöðvaslappleika og krampa í neðri hluta líkamans. Í mjög sjaldgæfum tilfellum geta einstaklingar verið með flóknara form krampa, hreyfihömlun og heilabilun. Einkenni koma venjulega í ljós á unglingsárum en komið hafa tilfelli frá eins árs aldri allt upp í 76 ára aldur. Viðbótareinkenni eru mismunandi fyrir hvern og einn t.d: minnkuð hæfni til að skynja titring í ökkla, ofurviðbragð, krampar í ökkla, minni stjórn á þvagblöðru, skortur á vöðvastjórnun og flog.
https://rarediseases.info.nih.gov/diseases/4925/spastic-paraplegia-4#:~:text=Spastic%20paraplegia%204%20(SPG4)%20is,lower%20half%20of%20the%20body.