Karfan er tóm.
FOXG1 heilkenni er sjúkdómur sem einkennist af skertum þroska og frávikum í heila. Við fæðingu eru börnin lítil og höfuð þeirra vaxa hægar en venjulega sem leiðir til óvenju lítillar höfuðstærðar í barnæsku. Galli í heila veldur því að samband á milli hægri og vinstri helmings heilans er vanþróað. Heilkennið hefur áhrif á flesta þætti þroska og börn með sjúkdóminn eru venjulega með alvarlega greindarskerðingu. Óeðlilegar eða ósjálfráðar hreyfingar eru algengar og flest börn læra ekki að sitja eða ganga án aðstoðar. Oft eru vandamál með fæðuinntöku, svefntruflanir, krampa, pirringur og óhóflega mikinn grát. Félagsfærni er oftast léleg.
https://www.orpha.net/consor/cgi-bin/Disease_Search_Simple.php?lng=EN