Karfan er tóm.
Sykursýki insipidus er sjaldgæfur sjúkdómur sem veldur ójafnvægi á vökva í líkamanum. Þetta veldur því að viðkomandi framleiðir mikið magn af þvagi sem gerir viðkomandi mjög þyrstan þrátt fyrir að vera alltaf að drekka. Þessi tegund af sykursýki á ekkert skylt með sykursýki I og II. Engin lækning er til við þessari sykursýki en meðferðir geta dregið úr þorsta og þvagframleiðslu og komið í veg fyrir ofþornun. Helstu einkenni eru: að vera mjög þyrstur, ljóst þvag, pissa oft á nóttunni og að vilja helst kalda drykki. Ef ástandið er alvarlegt gæti sjúklingur framleitt allt að 20 lítra af þvagi á dag. Hjá ungbörnum geta einkenni verið: Þungar blautar bleiur, rúmbleyta, vandræði með svefn, hiti, uppköst, hægðatregða, seinkun á vexti og þyngdartap. Þessi tegund sykursýki getur valdið ójafnvægi í steinefnum í blóðinu t.d. natríum og kalium sem viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum sem geta valdið: Veikleika, ógleði, uppköst, lystarleysi, vöðvakrampar og rugli.
https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/diabetes-insipidus/symptoms-causes/syc-20351269#:~:text=Diabetes%20insipidus%20(die%2Duh%2D,you%20have%20something%20to%20drink.
https://www.nhs.uk/conditions/diabetes-insipidus/