Karfan er tóm.
Dandy-Walker heilkenni er meðfæddur galli í heila þ.e. litla heila og vökvafyllt rými í kringum hann. Einkenni í fumbernsku eru hægur hreyfiþroski og stigvaxandi höfuðkúpustækkun. Hjá eldri börnum, eru einkenni um aukinn innankúpuþrýsting. Skurðaðgerð gæti reynst nauðsynleg til að draga úr þrýstingi inni í höfuðkúpunni. Einnig getur sjúkraþjálfun verið góðs til að viðhalda vöðvastyrk og liðleika. Iðjuþjálfun hjálpar til við að læra nýjar aðferðir við að framkvæma daglegar athafnir . Áhrif heilkennisins á vitsmunaþroska er breytileg og sum börn hafa eðlilega vitsmuni á meðan önnur ná aldrei eðlilegum vitsmunaþroska. Langlífi fer eftir alvarleika heilkennis tengdum göllum.
https://www.ninds.nih.gov/Disorders/All-Disorders/Dandy-Walker-Syndrome-Information-Page