Karfan er tóm.
Crouzon heilkenni er sjaldgæfur erfðasjúkdómur. Bein höfuðkúpunnar vaxa saman of snemma og geta haft áhrif á réttan vöxt höfuðkúpu og hugsanlega breytt lögun og þróun höfuðkúpu. Ákveðin bein í andliti geta einnig orðið fyrir áhrifum. Alvarleiki sjúkdómsins getur verið misjafn frá einu barni til þess næsta. Hefur ekki áhrif á greind. Heilkennið stafar af stökkbreytingum í einu af genum líkamans. Hjá flestum einstaklingum er óvenjulega grunnt í brautum eða beinholum höfuðkúpunnar sem rúma augnsteinana. Fyrir vikið virðast augnkúlurnar standa út eða bungast fram. Stundum fylgir sjónskerðing. Heilkennið getur haft áhrif á andlitseinkenni t.d. áberandi enni, bogið nef, óvenjulega flöt svæði í miðju andliti, stutt efri vör og tannvandamál. Skurðaðgerð er helsta meðferðarform hjá þessum börnum en ekki öll börn þurfa skurðaðgerð.
https://rarediseases.org/rare-diseases/crouzon-syndrome/