Karfan er tóm.
Corpus callosum tengir vinstri og hægri hlið heilans samans. Hver hlið er þekkt sem heilahvel. Tengingin gerir upplýsingum kleift að fara á milli tveggja helminga. Stundum fæðist barn án corpus callosum og getur það valdið margs konar líkamlegum og hegðunar einkennum. Það er nauðsynlegt að þessi tenging sé til staðar því oft þarf báðar hliðar heilans til að vinna upplýsingar frá báðum hliðum hans. Börn sem fæðast án þessarar tengingar munu oft dragast aftur úr jafnöldrum sínum í þroska. Börn geta orðið blind, heyrnarlaus og jafnvel aldrei lært að ganga eða tala á meðan önnur börn geta verið mjög virk. Truflun á corpus callosum er ekki sjúkdómur og geta margir lifað heilbrigðu lífi þrátt fyrir þessa vöntun. Hins vegar getur þetta leitt til læknisfræðilegra vandamála, svo sem krampa, sem krefst læknishjálpar.
https://www.medicalnewstoday.com/articles/318065