Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Beckwith-Wiedemann heilkenni er meðfætt ofvaxtarheilkenni sem einkennist af almennum eða svæðisbundnum ofvexti líkamshluta og líffæra og öðrum aflögunum. Það kemur fram meðfæddur aukinn líkamsvöxtur hjá ungbörnum, ofvöxtur í líffærum, misræmi í stærð líkamshelminga og aukin hætta á illkynja æxlisvexti.
Helstu einkenni á nýburaskeiði eru aukin líkamsstærð, sýnilegur ofvöxtur í öðrum líkamshelmingi, óeðlileg tungustærð, stækkun innri líffæra, blóðsykurslækkun og galli í kviðvegg. Aukið magn legvatns, stór og þykk fylgja og langur naflastrengur eru einnig talin til mikilvægra einkenna við fæðingu.
Árið 2005 birti Læknablaðið fræðigrein um Beckwith-Wiedemann heilkennið.